Ísland mætir Úkraínu í kvöld og svo Frakklandi á mánudag í undankeppni HM. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Talsvert er um forföll hjá Úkraínu og þá hvað helst á miðsvæðinu. Úkraínskir fjölmiðlar spá því að Ivan Kalyuzhnyi, leikmaður Oleksandriya, fái tækifæri í byrjunarliðinu.
Kaliuzhnyi er miðjumaður sem lék með Keflavík snemma í Íslandsmótinu tímabilið 2022. Hann var á láni hjá Keflavík frá Oleksandriya, hann kom til Íslands vegna ástandsins í Úkraínu.
Talsvert er um forföll hjá Úkraínu og þá hvað helst á miðsvæðinu. Úkraínskir fjölmiðlar spá því að Ivan Kalyuzhnyi, leikmaður Oleksandriya, fái tækifæri í byrjunarliðinu.
Kaliuzhnyi er miðjumaður sem lék með Keflavík snemma í Íslandsmótinu tímabilið 2022. Hann var á láni hjá Keflavík frá Oleksandriya, hann kom til Íslands vegna ástandsins í Úkraínu.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
Á listanum sem eru fjarri góðu gamni í úkraínska liðinu eru Viktor Tsygankov, Roman Yaremchuk, Oleksandr Zubkov, Oleksandr Zinchenko, Yegor Yarmolyuk, Oleksandr Tymchyk og Mykhailo Mudryk.
Tsygankov og Mudryk skoruðu mörkin gegn Íslandi í fyrra. Hvorugur þeirra verður með í kvöld.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir





