Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 10. nóvember 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Parma
Raggi Sig: Mandzukic er gaur sem svífst einskis
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi í baráttu við Mandzukic árið 2013.
Raggi í baráttu við Mandzukic árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson segir að íslenska landsliðið sé betur í stakk búið til að eiga við Króata núna heldur en fyrir þremur árum þegar Ísland tapaði 2-0 í leik liðanna í Zagreb í umspili fyrir HM í Brasilíu.

„Þetta eru flest allt sömu leikmennirnir en við erum með meiri reynslu. Við höfum spilað saman lengur og erum kannski orðnir aðeins samstilltari," sagði Raggi við Fótbolta.net í dag.

„Við vorum í dauðafæri í seinni hálfleik þegar við vorum einum manni fleiri og þurftum bara eitt mark. Við panikkuðum og fengum strax á okkur 2-0 mark. Þá var þetta búið og við skitum á okkur. Við verðum betur undirbúnir fyrir þennan leik."

„Við lærðum mikið af þessum leik sem við töpuðum. Við héldum áfram að vinna leiki eftir hann og komum okkur á EM. Við þurfum ekki að mæta í brjáluðum hefndarhug en það er fínt að geta notað það ef það vantar eitthvað motivation. Það ætti samt ekki að vera."


Fyrir leikina gegn Króötum árið 2013 vakti Ragnar athygli með ummælum sínum um að hann þekkti lítið til framherjans Mario Mandzukic. Króatar voru móðgaðir á ummælunum á sínum tíma á meðan Ragnar var pirraður á því hvað ummæin voru blásin upp.

„Maður veit hver Mandzukic er núna. Ég veit að hann er góður og maður þarf að hafa auga með honum," sagði Ragnar en er hann búinn að kynna sér framherjann mikið?

„Ég er ekkert búinn að kynna mér hann neitt rosalega. Við erum búnir að tala um hann á fundunum og sjá hvað hann er að gera. Þetta er gaur sem svífst einskis og maður þarf að hafa gott auga með honum."

Leikurinn fer fram yfir luktum dyrum eftir ólæti hjá stuðningsmönnum Króata í síðustu undankeppni.

„Það er mjög þægilegt að geta talað saman inni á vellinum og enginn skilur hvað við erum að segja. Ég tel að þetta sé gott fyrir okkur þar sem við erum á útivelli," sagði Raggi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner