Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum aðstoðarmaður Guardiola rekinn frá Flamengo (Staðfest)
Domenech Torrent ásamt Pep Guardiola
Domenech Torrent ásamt Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Flamengo hefur ákveðið að reka Domenech Torrent, þjálfara liðsins, eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Torrent tók við Flamengo fyrir fjórum mánuðu, en hann þurfti að feta í ansi stór fótspor. Jorge Jesus hafði gert liðið að brasilískum meisturum, unnið Ofurbikarinn og S-Ameríkubikarinn tímabilið á undan.

Torrent náði þó ekki að fylgja því eftir og situr liðið í 3. sæti brasilísku deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum, 4-0 og 4-1.

Hann missti því starfið en Torrent hefur aðeins stýrt tveimur liðum á sínum ferli.

Hann og Pep Guardiola mynduðu öflugt teymi hér árum áður en Torrent aðstoðai Guardiola í Barcelona og fylgdi honum svo til Bayern München og Manchester City áður en hann sagði starfi sínu lausu árið 2018 og tók við New York City FC. Tveimur árum síðar tók hann við Flamengo en það ævintýri er úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner