Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 14:44
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs: Nýr þjóðarleikvangur mun þjóna samfélaginu öllu
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu en þetta kom fram í tilkynningu í dag.

„Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu."

„Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald," segir Guðni við heimasíðu KSÍ.

Talað er um að nýr þjóðarleikvangur myndi taka um 15 þúsund manns eða fimm þúsund fleiri áhorfendur en núverandi völlur.
Athugasemdir
banner
banner
banner