þri 10. nóvember 2020 15:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
KR og FH sögð vilja fá Hákon Rafn
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, er eftirsóttur en rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Þar var sagt að KR og FH vilji bæði fá Hákon í sínar raðir.

Hákon er nítján ára gamall og lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild í sumar. Hann hjálpaði Gróttu að komast upp í fyrra og lék með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Grótta féll úr deildinni en Hákon er talinn eiga mjög bjarta framtíð og var í liði ársins í 1. deildinni á síðasta ári.

Beitir Ólafsson, aðalmarkvörður KR, er að renna út á samning en Rúnar Kristinsson vill halda honum innan raða félagsins. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen er aðalmarkvörður FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner