Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. nóvember 2020 23:00
Aksentije Milisic
PSG hefur viðræður við Neymar um framlengingu á samningi
Mynd: Getty Images
PSG hefur hafið viðræður við Neymar um framlengingu á samningi hans. Þetta staðfestir Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG.

Neymar er sagður vilja vera áfram í herbúðum PSG. Hann hefur mikið verið orðaður við endurkomu í Barcelona en hann kom þaðan til PSG árið 2017 fyrir 220 milljónir punda.

Leondaro staðfestir að PSG hefur hafið viðræður við hinn 28 ára gamla Neymar en hann fær 600 þúsund pund á viku hjá félaginu á núverandi samningi.

„Við höfum byrjað að tala við Neymar. Þetta er spurning um tímasetningu. Hugmynd um framlengingu á samningnum er nú þegar til staðar," sagði Leonardo.

Hann viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með fjárhagslegt tap vegna Covid-19 en hann sagði einnig frá því að félagið væri byrjað í samningsviðræðum við Kylian Mbappe, Angel Di Maria og Julian Draxler.
Athugasemdir
banner
banner