Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 10. nóvember 2020 21:00
Aksentije Milisic
Rogerio Ceni tekur við Flamengo (Staðfest)
Brasilíku meistararnir í Flamengo hafa ráðið Rogerio Ceni sem nýjan þjálfara liðsins. Domenec Torren var rekinn frá liðinu eftir einungis 10 vikur í starfi en hann hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð.

Ceni sagði starfi sínu lausu hjá Fortaleza stuttu eftir að Torren var rekinn og hefur því strax hafið vinnu í Rio de Janeiro.

Þessi fyrrverandi markvörður Sao Paulo og brasilíska landsliðsins skrifaði undir samning sem gildir til lok næsta árs.

Flamengo er í þriðja sæti deildarinnar sem stendur, einu stigi frá toppi deildarinnar.
Athugasemdir