Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 10. nóvember 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Sol Campbell gæti tekið við Sheffield Wednesday
Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Arsenal og Tottenham, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Sheffield Wednesday.

Garry Monk var rekinn frá Sheffield Wednesday í gær en liðið er í næstneðsta sæti í Championship deildinni.

Campbell er án starfs í augnablikinu en hann hefur áður stýrt Southend og Macclesfield.

Hjá þessum félögum var Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Þróttar í Vogum, aðstoðarþjálfari með Campbell.

Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, hefur einnig verið orðaður við Sheffield Wednesday.
Athugasemdir