Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Til í að fara í sóttkví fram að EM ef Ísland vinnur
Icelandair
Bergur Ebbi með uppistand á HM í Rússlandi
Bergur Ebbi með uppistand á HM í Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmir tveir sólarhringar eru í leikinn stóra, þann stærsta. Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM á fimmtudagskvöld. Leikið er í Búdapest og hefst leikurinn klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Mikið er undir í leiknum og sagði Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, leikinn þann verðmætasta í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Rithöfundurinn og skemmtikrafturinn Bergur Ebbi Benediktsson er orðinn mjög peppaður fyrir leiknum og segir eitthvað vera skrifað í skýin.

„erum við að átta okkur á því að Ísland-Ungverjaland er bara eftir tvo sólarhringa?!!!" skrifar Bergur á Twitter og bætir svo við:

„það er eitthvað skrifað í skýin. Það er allt í gangi núna. Um helgina tapaði Trump loksins kosningunum. Á mánudag komu fréttir af bóluefni. Allt er þegar þrennt er. Sigur á fimmtudag, og ég skal fara í sóttkví fram á EM!"

Áætlað er að EM hefjist þann 11. júní næsta sumar. Ef Ísland vinnur og Bergur hefur sína sóttkví á fimmtudag þá verður hann 211 daga í sóttkví ef hann stendur við stóru orðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner