Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. nóvember 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Valverde ekki með Madrídingum í næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski miðjumaðurinn Federico Valverde er með brákað bein í fæti eftir 4-1 tap Real Madrid gegn Valencia um helgina en spænska félagið staðfesti meiðslin á heimasíðu sinni í gær.

Carlos Soler skoraði þrennu í sigrinum á Valencia og var nokkuð merkilegt að öll mörkin komu af vítapunktinum. Síðustu vikur hjá Madrídingum hafa verið erfiðar en þó hefur Valverde verið einn af ljósu punktunum í liðinu.

Hann hefur spilað fínan bolta á miðsvæði spænsku meistaranna en hann spilar þó ekki næstu vikurnar og jafnvel frá næsta mánuðinn.

Valverde er með bráku á beini í hægri fæti og því ljóst að hann missir af næstu leikjum Madrídinga.

Hann hefur gert 3 mörk í 11 leikjum með liðinu á þessari leiktíð og er búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið meistaranna.
Athugasemdir
banner
banner
banner