
Achraf Hakimi bakvörður PSG er í landsliðshópi Marokkó sem fer á HM í Katar síðar í þessum mánuði.
Marokkó komst ekki upp úr riðlinum á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum en liðið nældi í eitt stig gegn Spáni.
Hakim Ziyech leikmaður Chelsea hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð en hann hefur aðeins komið við sögu í átta leikjum. Hann fer með landsliði sínu á HM.
Þá eru Nayeff Aguerd leikmaður West Ham og Romain Saiss leikmaður Besiktas og fyrrum leikmaður Wolves, einnig í hópnum. Stærstu nöfnin sem ekki eru valin eru Munir El Haddadi, Adel Taarabt, Younès Belhanda og Adam Masina sem glímir við meiðsli.
Marokkó er í F-riðli og mætir Króatíu í fyrsta leik 23. nóvember, næsti leikur er gegn Belgíu og liðið lýkur riðlakeppninni gegn Kanada.
Official. Morocco's 26-man squad for 2022 World Cup. 🚨🇲🇦 #WorldCup #WorldCup2022 pic.twitter.com/ozZMOtHkac
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 10, 2022