
Wout Weghorst kom inn á af krafti í hollenska liðið í gær en það dugði ekki til.
Argentína var 2-0 yfir þegar Weghorst kom inn á á 78. mínútu. Hann minnkaði muninn fimm mínútum síðar og kom liðinu í framlengingu með athyglisverðu marki þegar 10 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Það hefur vakið athygli að Weghorst skoraði keimlíkt mark þegar hann lék með Wolfsburg í þýsku deildinni fyrir tveimur árum.
Það mark má sjá hér fyrir neðan og markið gegn Argentínu einnig.
Weghourst 2 years ago ????Weghourst now pic.twitter.com/uXHOdYyaKF
— Stuart Reid (@From_The_Wing) December 9, 2022
Wout Weghorst jafnaði í 2-2 með flautumarki og tryggði framlengingu. Geggjuð útfærsla á aukaspyrnu. Vá!! pic.twitter.com/2cuIUqq46U
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 9, 2022
Athugasemdir