Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 10. desember 2023 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Pep saknar Mahrez og Gündogan
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, svaraði spurningum fréttamanna fyrir sigur á útivelli gegn Luton Town í dag.

Þar talaði hann meðal annars um Ilkay Gündogan og Riyad Mahrez, sem Man City seldi til Barcelona og Al-Ahli í sumar.

City bauð báðum leikmönnum að vera áfram en þeir kusu að takast frekar á við nýjar áskoranir.

„Ég vildi halda Gundo og Riyad hérna en það voru þeir sem vildu fara. Þeir vildu takast á við nýjar áskoranir og ég get bara þakkað þeim fyrir þeirra framlag til félagsins. Án þeirra hefðum við aldrei getað náð þessum árangri sem við náðum, ekki möguleiki," sagði Pep fyrir leikinn í Luton.

„Fólk ímyndar sér ekki að við getum verið í slæmri stöðu, en auðvitað er það hægt. Auðvitað getum við tapað leikjum, okkur getur gengið illa í úrvalsdeildinni.

„En ég bið ykkur um að kenna ekki ákveðnum atriðum um slæmt gengi vegna þess að ég get sagt ykkur að strákarnir eru ekki hrokafullir eða kærulausir. Þeir eru að leggja sig alla fram í hverjum leik."

Athugasemdir
banner