Mohamed Salah og Kylian Mbappe komu sér í fámennan hóp í kvöld er þeir gerðu báðir 50. markið í Meistaradeild Evrópu.
Salah skoraði eina markið í 1-0 sigri Liverpool á Girona á Spáni
Hann varð ellefti leikmaðurinn til að skora 50 mörk í keppninni en það tók hann aðeins 95 leiki til að ná þessum áfanga.
Aðeins tæpum klukkutíma síðar varð Mbappe tólfti leikmaðurinn til að skora 50 mörk en hann kom Real Madrid í 1-0 gegn Atalanta í Bergamó með frábæru marki. Það tók hann aðeins 79 leiki til að skora þessi fimmtíu mörk, sem gerir hann að næst yngsta leikmanninum til þess að afreka það á eftir Lionel Messi.
Þeir félagarnir reyna nú að koma sér ofar á listann áður keppnistímabilinu lýkur. Thomas Müller er í 8. sæti með 54 mörk og er það raunhæfasta markið, en í 7. sæti er Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko með 59 mörk.
Mo Salah joins the #UCL 50-goal club ??????? pic.twitter.com/2rKCCaZfqf
— LiveScore (@livescore) December 10, 2024
50 Champions League goals for Kylian Mbappé ????#UCL pic.twitter.com/3Gk6tnfxv1
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 10, 2024
Athugasemdir