Evrópumeistarar Real Madrid unnu þriðja leikinn í Meistaradeildinni á tímabilinu er þeir heimsóttu Atalanta í Bergamó. Jhon Duran skoraði þá stórbrotið mark í 3-2 sigri Aston Villa gegn RB Leipzig í Þýskalandi.
Í Bergamó voru þá gestirnir sem byrjuðu betur með glæsilegu marki.
Brahim Diaz fann Kylian Mbappe við teiginn sem tók frábæra fyrstu snertingu framhjá varnarmarnni Atalanta áður en hann hamraði boltanum í netið. Mbappe verið mikið gagnrýndur á leiktíðinni en þetta gerði hann ótrúlega vel.
Þetta var 50. Meistaradeildarmark hans og varð hann tólfti leikmaðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga.
Mbappe entist ekki út hálfleikinn en hann lagðist í grasið eftir rúman hálftíma og var tekin ákvörðun um leið að skipta honum af velli fyrir Rodrygo.
Undir lok hálfleiksins fékk Aurelien Tchouameni á sig vítaspyrnu og var það Charles De Ketelaere sem skoraði úr henni.
Real Madrid kom öflugra inn í síðari hálfleikinn og skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Vinicius Junior gerði fyrra markið og fylgdi því smá heppnisstimpill því boltinn hrökk af varnarmanni og inn á Brasilíumaninnn sem setti boltann neðst í hægra hornið.
Jude Bellingham gerði þriðja markið eftir að hafa fíflað Marten De Roon áður en hann skaut föstu skoti undir Marco Carnesecchi og í netið.
Nígeríski sóknarmaðurinn Ademola Lookman minnkaði muninn á 65. mínútu. Allt virkaði það mjög auðvelt fyrir hann, en hann fékk sendingu úti vinstra megin, færði boltann á hægri og skaut föstu skoti framhjá Thibaut Courtois í markinu.
Það reyndist síðasta mark leiksins þó Atalanta hafi reyndar fengið dauðafæri ársins á lokasekúndunum er Mateo Retegui klúðraði fyrir opnu marki og var það því Real Madrid sem fagnaði í leikskok. Liðið er nú með níu stig í 17. sæti en Atalanta með 11 stig í 8. sæti.
Aston Villa náði í þrjú stór stig
Aston Villa, sem er nýliði í Meistaradeildinni í ár, er komið í góða stöðu um að komast í 16-liða úrslit eftir að liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Leipzig í kvöld.
Englendingarnir náðu að sjokkera Leipzig snemma leiks er John McGinn með góðu skoti eftir frábæara sókn. Fyrirgjöfin kom á fjær á Ollie Watkins sem skallaði boltann í svæðið fyrir McGinn og var eftirleikurinn eins auðveldur og hann gerist.
Lois Openda jafnaði metin eftir skelfileg mistök í vörn Villa á 27. mínútu. Langur fallhlífabolti kom fram völlinn og ekkert sem benti til þess að Leipzig væri að fara skora úr þessu, en Openda náði að stinga sér fram fyrir varnarmenn, pota boltanum framhjá Emiliano Martínez og skora í autt markið. Hræðilegt samskiptaleysi hjá varnarmönnum Villa í markinu.
Enginn hafði skorað fleiri Meistaradeildarmörk fyrir Villa á tímabilinu en Jhon Duran. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og var hann ekki lengi að gera þriðja mark sitt í keppninni.
Duran fékk boltann um 40 metrum frá marki, tók nokkur skref fram völlinn áður en hann hamraði boltanum vel fyrir utan teig og efst í hægra hornið. Duran skorar bara falleg mörk og var þetta svo sannarlega eitt slíkt.
Hálftíma fyrir leikslok jöfnuðu Leipzig menn aftur og í þetta sinn eftir hraða skyndisókn. Annar langur bolti kom fram á Openda, sem náði valdi á honum og sendi hann á fjær þar sem Christoph Baumgartner var staddur. Hann tók hann viðstöðulaust í samskeytin, annað gullfallegt mark!
Það voru Villa-menn sem áttu síðasta orðið. Duran missti boltann fyrir utan teig Leipzig og á Ross Barkley sem lét bara vaða fyrir utan, en hann fékk örlitla hjálp frá varnarmanni Leipzig sem fékk boltann í sig og þaðan lak hann framhjá Peter Gulacsi í markinu.
Góður sigur hjá Villa sem er nánast öruggt með umspilssæti en Leipzig er fyrsta liðið til að detta úr leik í keppninni.
Nordi Mukiele var hetja Bayer Leverkusen sem vann Ítalíumeistara Inter, 1-0.
Markið gerði hann á 90. mínútu eftir sendingu darraðardans í teignum. Hann var fyrstur að átta sig og skaut boltanum af öllu alefli í netið.
Bæði lið eru með 13 stig en Leverkusen situr í 2. sæti á meðan Inter er í 4. sæti.
Brest vann PSV, 1-0, á meðan Paris Saint-Germain lagði Salzburg nokkuð auðveldlega, 3-0.
Bayern München rúllaði yfir Shakhtar, 5-1. Michael Olise skoraði tvö en þeir Jamal Musiala, Konraid Laimer og Thomas Müller komust einnig á blað. Bayern er í 8. sæti með 12 stig.
Club Brugge vann óvæntan 2-1 sigur á Sporting og er nú bæði lið með 10 stig og í ágætis möguleika á því að fara í umspil.
Atalanta 2 - 3 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('10 )
1-1 Charles De Ketelaere ('45 , víti)
1-2 Vinicius Junior ('56 )
1-3 Jude Bellingham ('59 )
2-3 Ademola Lookman ('65 )
Bayer 1 - 0 Inter
1-0 Nordi Mukiele ('90 )
Brest 1 - 0 PSV
1-0 Julien Le Cardinal ('43 )
Club Brugge 2 - 1 Sporting
0-1 Geny Catamo ('3 )
1-1 Eduardo Quaresma ('24 , sjálfsmark)
2-1 Casper Nielsen ('84 )
Salzburg 0 - 3 Paris Saint Germain
0-1 Goncalo Ramos ('30 )
0-2 Nuno Mendes ('72 )
0-3 Desire Doue ('85 )
RB Leipzig 2 - 3 Aston Villa
0-1 John McGinn ('3 )
1-1 Lois Openda ('27 )
1-2 Jhon Duran ('52 )
2-2 Christoph Baumgartner ('62 )
2-3 Ross Barkley ('85 )
Shakhtar D 1 - 5 Bayern
1-0 Kevin ('5 )
1-1 Konrad Laimer ('11 )
1-2 Thomas Muller ('45 )
1-3 Michael Olise ('70 , víti)
1-4 Jamal Musiala ('87 )
1-5 Michael Olise ('90 )
Stöðutaflan
Evrópa
Meistaradeildin
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 6 | 6 | 0 | 0 | 13 | 1 | +12 | 18 |
2 | Barcelona | 6 | 5 | 0 | 1 | 21 | 7 | +14 | 15 |
3 | Arsenal | 6 | 4 | 1 | 1 | 11 | 2 | +9 | 13 |
4 | Leverkusen | 6 | 4 | 1 | 1 | 12 | 5 | +7 | 13 |
5 | Aston Villa | 6 | 4 | 1 | 1 | 9 | 3 | +6 | 13 |
6 | Inter | 6 | 4 | 1 | 1 | 7 | 1 | +6 | 13 |
7 | Brest | 6 | 4 | 1 | 1 | 10 | 6 | +4 | 13 |
8 | Lille | 6 | 4 | 1 | 1 | 10 | 7 | +3 | 13 |
9 | Dortmund | 6 | 4 | 0 | 2 | 18 | 9 | +9 | 12 |
10 | Bayern | 6 | 4 | 0 | 2 | 17 | 8 | +9 | 12 |
11 | Atletico Madrid | 6 | 4 | 0 | 2 | 14 | 10 | +4 | 12 |
12 | Milan | 6 | 4 | 0 | 2 | 12 | 9 | +3 | 12 |
13 | Atalanta | 6 | 3 | 2 | 1 | 13 | 4 | +9 | 11 |
14 | Juventus | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 | 5 | +4 | 11 |
15 | Benfica | 6 | 3 | 1 | 2 | 10 | 7 | +3 | 10 |
16 | Mónakó | 6 | 3 | 1 | 2 | 12 | 10 | +2 | 10 |
17 | Sporting | 6 | 3 | 1 | 2 | 11 | 9 | +2 | 10 |
18 | Feyenoord | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 | 15 | -1 | 10 |
19 | Club Brugge | 6 | 3 | 1 | 2 | 6 | 8 | -2 | 10 |
20 | Real Madrid | 6 | 3 | 0 | 3 | 12 | 11 | +1 | 9 |
21 | Celtic | 6 | 2 | 3 | 1 | 10 | 10 | 0 | 9 |
22 | Man City | 6 | 2 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 8 |
23 | PSV | 6 | 2 | 2 | 2 | 10 | 8 | +2 | 8 |
24 | Dinamo Zagreb | 6 | 2 | 2 | 2 | 10 | 15 | -5 | 8 |
25 | PSG | 6 | 2 | 1 | 3 | 6 | 6 | 0 | 7 |
26 | Stuttgart | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 12 | -3 | 7 |
27 | Shakhtar D | 6 | 1 | 1 | 4 | 5 | 13 | -8 | 4 |
28 | Sparta Prag | 6 | 1 | 1 | 4 | 7 | 18 | -11 | 4 |
29 | Sturm | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 | 9 | -5 | 3 |
30 | Girona | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 | 10 | -6 | 3 |
31 | Rauða stjarnan | 6 | 1 | 0 | 5 | 10 | 19 | -9 | 3 |
32 | Salzburg | 6 | 1 | 0 | 5 | 3 | 18 | -15 | 3 |
33 | Bologna | 6 | 0 | 2 | 4 | 1 | 7 | -6 | 2 |
34 | RB Leipzig | 6 | 0 | 0 | 6 | 6 | 13 | -7 | 0 |
35 | Slovan | 6 | 0 | 0 | 6 | 5 | 21 | -16 | 0 |
36 | Young Boys | 6 | 0 | 0 | 6 | 3 | 22 | -19 | 0 |
Athugasemdir