mán 11. janúar 2021 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Liverpool mætir Man Utd á Old Trafford
Man Utd mætir Liverpool
Man Utd mætir Liverpool
Mynd: Getty Images
Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en Manchester United og Liverpool eigast við á Old Trafford.

Liverpool vann Aston Villa 4-1 í þriðju umferð bikarsins á dögunum á meðan Manchester United lagði Watford að velli, 1-0.

Dregið var í bæði fjórðu og fimmtu umferð enska bikarsins í kvöld og er ljóst að United mætir Liverpool á Old Trafford. Rosaleg viðureign framundan en liðin eigast einmitt við í úrvalsdeildinni um helgina.

Arsenal spilar við Southampton eða Shrewsbury Town. Chorley, sem sló út lið Derby County, spilar við Wolves.

Tottenham spilar við Wycombe Wanderers á útivelli. Jóhann Berg Guðmundsson og hans menn í Burnley mæta Fulham.

Frank Lampard og lærisveinar hans í Chelsea mæta Luton og þá mætir Everton liði Sheffield Wednesday.

Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Blackpool, verður þá væntanlega í eldlínunni er lið hans mætir Brighton en dráttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Leikirnir fara fram 22. - 24. janúar næstkomandi.

Drátturinn:

Everton - Sheffield Wednesday
Brentford - Leicester
Stockport/West Ham - Doncaster
Chelsea - Luton
Sheffield United - Plymouth
Fulham - Burnley
Wycombe - Tottenham
Brighton - Blackpool
Millwall - Bristol City
Chorley - Wolves
Barnsley - Norwich
Southampton/Shrewsbury - Arsenal
Man Utd - Liverpool
Swansea - Nottingham Forest
Bournemouth - Crawley Town
Cheltenham - Man City

Fimmta umferðin:

Fulham/Burnley - Bournemouth/Crawley Town
Man Utd/Liverpool - Stockport eða West Ham/Doncaster
Sheff Utd/Plymouth - Millwall/Bristol City
Chorley/Wolves - Shrewsbury eða Southampton/Arsenal
Barnsley/Norwich - Chelsea/Luton
Everton/Sheff Wed - Wycombe/Tottenham
Swansea/Nottingham Forest - Cheltenham/Man City
Brentford/Leicester - Brighton/Blackpool


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner