mán 11. janúar 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sigurður Donys tekur við Uppsveitum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sigurður Donys Sigurðsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá Uppsveitum fyrir komandi keppnistímabil í 4. deildinni.

Sigurður Donys hefur undanfarin ár verið lykilmaður hjá Einherja en hann mun ekki spila með Uppsveitum þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann fór í.

Sigurður Donys hefur áður þjálfað en hann er búinn með UEFA A þjálfaragráðu.

„Hann er með mjög mikinn metnað fyrir þessu og vill æfa vel," segir í yfirlýsingu frá Uppsveitum.

„Hann kemur til með að flytja til okkar í maí og vera út tímabilið. En kíkir á okkur eins oft og hann getur og tekur æfingu fyrir hvern Lengjubikars leik og stýrir þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner