Arnór Gauti Ragnarsson, sóknarmaður Fylkis, gæti verið á leið frá félaginu.
Hann er þessa stundina í Noregi að skoða aðstæður hjá Hönefoss sem er í 4. efstu deild.
Hann er þessa stundina í Noregi að skoða aðstæður hjá Hönefoss sem er í 4. efstu deild.
Arnór Gauti lék á láni hjá Aftureldingu í Lengjudeildinni á síðasta tímabili en hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli.
Arnór er 24 ára gamall og er uppalinn í Aftureldingu en hefur einnig leikið með Breiðabliki, Selfossi, ÍBV og Fylki.
Á síðasta tímabili skoraði Arnór tíu mörk í fimmtán leikjum.
Athugasemdir