Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík fær finnskan miðvörð (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Keflavík er búið að krækja í nýjan leikmann fyrir komandi átök í efstu deild karla. Í dag tilkynnti félagið um kaup á miðverðinum Dani Hatakka sem semur út tímabilið.

Hatakka er miðvörður sem kemur frá Honka FC í heimalandinu þar sem hann hefur leikið rúmlega 70 leiki. Á sínum tíma lék hann fjórtán leiki fyrir yngri landslið Finnlands.

Hann hefur einnig verið á mála hjá Brann í Noregi ásamt fleiri liðum í Finnlandi.

„Mikið er vænst af Dani Hatakka sem er nú þegar kominn til landsins ásamt unnustu sinni og mun hefja æfingar með meistaraflokknum í dag og mun þá hitta leikmennina og nýju liðsfélaga sína. Velkominn til Keflavíkur Dani Hatakka!" segir í tilkynningu Keflavíkur.

Keflavík ætlaði að reyna fá Aron Bjarka Jósepsson en þurfti að horfa annað eins og þjálfari liðsins kemur inn á í viðtali sem nálgast má hér að neðan.

Komnir
Ásgeir Páll Magnússon frá Leikni F.
Dani Hatakka frá Finnlandi
Ernir Bjarnason frá Leikni R.
Rúnar Gissurarson frá Reyni S.
Sindri Snær Magnússon frá ÍA

Farnir
Christian Volesky
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner