Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   þri 11. janúar 2022 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vítamínssprauta fyrir Barcelona - Torres klár í El Clasico
Mynd: EPA
Barcelona og Real Madrid mætast í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins á morgun.

Margir leikmenn Barcelona hafa verið á meiðslalistanum eða með Covid veiruna.

Nú er það ljóst að Frenkie de Jong, Ronald Araujo, Pedri, Ansu Fati, og Ferran Torres verða í hópnum á morgun.

De Jong og Araujo meiddust í bikarleik gegn Linares á miðvikudaginn og það var talið að De Jong yrði frá í nokkrar vikur en hann hefur fengið grænt ljós um að taka þátt í leiknum á morgun. Araujo mun væntanlega aðeins spila í algjörri neyð en hann brákaðist á úlnlið í leiknum.

Ansu Fati er orðinn heill eftir að hafa verið frá í tæpa tvo mánuði en það er talið að Xavi muni ekki taka neinar áhættur með hann. Pedri og Ferran Torres greindust með veiruna á dögunum en þeir voru neikvæðir í gær.

Barcelona hefur loksins tekist á skrá Torres í hópinn eftir komuna frá Man City og er hann því klár í að spila með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner