Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 11. janúar 2023 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Henderson má ekki spila í undanúrslitunum
Enski markvörðurinn Dean Henderson var hetja Nottingham Forest í enska deildabikarnum í kvöld er hann varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni gegn Wolves., en hann verður ekki með í undanúrslitunum gegn Manchester United.

Henderson var valinn besti maður vallarins í sigrinum á Wolves og hefur í raun verið með bestu leikmönnum liðsins á leiktíðinni.

Hann er á láni hjá Forest frá Manchester United en nú er komin upp sú staða að liðin eigast við í undanúrslitum deildabikarsins.

Samkvæmt reglunum má Henderson ekki spila gegn United í leikjunum tveimur en það er þó veitt undanþága ef United gefur Forest grænt ljóst á að nota hann.

Það verður þó að teljast afar ólíklegt að United leyfi honum að spila leikina enda sæti í úrslitum í boði fyrir sigurvegarann.

Sex ár eru liðin frá því United vann síðast bikar en þá vann það Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho.
Athugasemdir
banner