Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 11. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool kallar Koumetio til baka frá Austria Vín
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er búið að kalla franska miðvörðinn Billy Koumetio til baka frá austurríska liðinu Austria Vín.

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk verður frá næstu vikur vegna meiðsla og er því þörf á að fá annan miðvörð inn í hópinn.

Koumetio, sem er 20 ára gamall, var lánaður til Austria Vín fyrir tímabilið en hann hefur verið fastamaður í vörn liðsins.

Liverpool hefur nú ákveðið að kalla hann til baka og verður hann því klár fyrir næsta leik.

Koumetio á tvo leiki að baki fyrir aðallið Liverpool en hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni fyrir félagið á síðustu leiktíð er hann byrjaði gegn Midtjylland en Stefan Bajcetic bætti það met á síðasta ári.
Athugasemdir
banner