Sky Sports segir að Manchester United hafi gert samkomulag við Burnley um að fá hollenska sóknarmanninn Wout Weghorst.
United bíður nú eftir að Burnley semji við Besiktas í Tyrklandi um riftun á lánssamningi.
Það eykur flækjustigið að þrjú félög koma að viðræðunum og United er meðvitað um að skiptin gætu runnið út í sandinn. United heldur öllum öðrum möguleikum því opnum.
United bíður nú eftir að Burnley semji við Besiktas í Tyrklandi um riftun á lánssamningi.
Það eykur flækjustigið að þrjú félög koma að viðræðunum og United er meðvitað um að skiptin gætu runnið út í sandinn. United heldur öllum öðrum möguleikum því opnum.
Margir hafa furðað sig á því að United sé að vinna í því að fá hinn þrítuga Weghorst en hann Erik ten Hag vill fá inn sóknarmann eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.
Weghorst er talinn vera hugsaður sem ódýr bráðabirgðalausn en Rauðu djöflarnir hyggjast kaupa nýjan sóknarmann næsta sumar.

Athugasemdir