Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. janúar 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rekinn út af alvarlegum ásökunum og núna dæmdur í 15 mánaða bann
John Yems.
John Yems.
Mynd: Getty Images
Fótboltaþjálfarinn John Yems sem stýrði Crawley Town hefur verið dæmdur í 15 mánaða bann frá fótbolta og fær ekki að starfa neitt í kringum íþróttina á meðan bannið stendur yfir.

Hann var sendur í leyfi frá störfum í hjá Crawley í fyrra og var svo rekinn í kjölfarið á alvarlegum ásökunum í hans garð.

Yems var meðal annars sagður hafa látið hörundsdökka leikmenn liðsins nota annan klefa en aðra leikmenn í hópnum.

Hann var þá sagður hafa ítrekað vísað til leikmanna sem eru af asísku bergi brotnir með því að kalla þá 'hryðjuverkamenn, sjálfsmorðssprengjumenn og karrý-ætur'. Að auki var hann sagður hafa bannað tveimur leikmönnum sem eru af minnihlutahópi að æfa með aðalliðinu án útskýringa. Eru þetta bara fáein dæmi um hegðun hans.

Leikmenn voru skiljanlega ósáttir með framkomu Yems og var þessi 63 ára gamli þjálfari rekinn. Enska fótboltasambandið fékk málið inn borð hjá sér og hefur hann núna verið dæmdur í 15 mánaða bann. Hann tók undir eina ákæruna en neitaði 15 þeirra. Það var sjálfstæður dómstóll sem fór yfir málið og dæmdi hann í þetta langa bann.

Enska fótboltasambandið ætlar á næstunni að gefa út skýrslu þar sem fram munu koma frekari útskýringar fyrir þessu banni.
Athugasemdir
banner
banner
banner