
ÍA tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í gær að Sigurður Hrannar Þorsteinsson hefði skrifað undir nýjan samning við félagið. Sá samningur gildir til ársins 2024.
Sigurður er fæddur árið 2000 og kemur upp í gegnum yngri flokka starfið á Skaganum. Hann lék með Gróttu tímabillið 2021 og lék þar í eitt og hálft tímabil áður en hann sneri svo aftur til ÍA.
Sigurður er fæddur árið 2000 og kemur upp í gegnum yngri flokka starfið á Skaganum. Hann lék með Gróttu tímabillið 2021 og lék þar í eitt og hálft tímabil áður en hann sneri svo aftur til ÍA.
Sigurður er framherji sem á að baki samtals 66 leik í deild og bikar með ÍA, Kára og Gróttu.
Eftir að hann kom til baka til ÍA í fyrra kom hann við sögu í níu deildarleikjum.
ÍA verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra.
Athugasemdir