Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Souness efast um að Bellingham fari til Liverpool
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, sparkspekingur á Sky Sports, telur það ólíklegt að Jude Bellingham gangi í raðir Liverpool í sumar en hann telur baráttuna vera á milli Manchester City og Real Madrid.

Liverpool er eitt af mörgum félögum sem vilja fá Bellingham frá Borussia Dortmund.

Enski miðjumaðurinn er að slá í gegn í Þýskalandi og þá er hann þegar í lykilhlutverki í enska landsliðinu.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er falur fyrir um það bil 130 milljónir punda en Souness segir Liverpool ekki hafa efni á því að kaupa hann.

„Við höfum ekki nægan tíma til að ræða gæði hans en hann er glæsilegur og á eftir að verða stjarna. Hann er að fá frábæra menntun þarna hjá Dortmund og á næsta tímabili fer hann og stóru liðin koma inn. Það er undir stráknum komið hvað hann gerir, það er að segja ef þetta verður barátta milli Man City og Real Madrid.“

„Þú sérð að hann er með alla eiginleika sem miðjumaður verður að hafa. Hann er mikill íþróttamaður og í frábærri stærð. Það er mjög erfitt að finna eitthvað neikvætt að segja um hann og er ég viss um að hann verði stjarna

„Ég efast um að hann fari til Liverpool. Félagið hefur ekki efni á honum nema það komi nýir eigendur inn. Öll stóru liðin munu eltast við hann,“ sagði Souness.
Athugasemdir
banner