Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag segir Pellistri eiga framtíð á Old Trafford
Pellistri í leiknum í gær.
Pellistri í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, tjáði sig um Facundo Pellistri eftir sigur liðsins gegn Charlton í deildabikarnum í gær. Pellistri kom inn á sem varamaður og lagði upp mark fyrir Marcus Rashford í lok leiks.

Pellistri hefur ekki náð að sýna sig hjá United, einungis komið við sögu í einum keppnisleik og sá leikur var í gær. Hann er 21 árs Úrúgvæi sem kom frá Penarol árið 2020 og á enn eftir að fá sénsinn í úrvalsdeildinni.

„Ég sé framtíð í honum. Hann er að gera mjög vel og við verðum að sjá hvað er best í stöðunni. Maður sér að honum er að fara fram. Í leiknum gegn Everton (sem leikinn var fyrir luktum dyrum) var ég ánægður með hans frammistöðu, ég var líka ánægður með hvernig hann spilaði á HM," sagði Ten Hag.

„Hans þróun er mjög góð, hann kom inn á og hafði góð áhrif. Ég segi vel gert, betra, haltu áfram," sagði hollenski stjórinn. Það má lesa í hans orð að það sé óvíst hvort Pellistri klári tímabilið á Old Trafford eða verði lánaður í burtu.

Tímabilin 2020-21 og tímabilið í fyrra var hann á láni í La Liga hjá Alaves. Þrátt fyrir lítinn spiltíma hjá United þá braut Pellistri sér leið inn í úrúgvæska landsliðinu og byrjaði fyrsta leik liðsins á HM í desember.

United vann leikinn 3-0 og er komið áfram í undanúrslit keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner