fim 11. febrúar 2021 11:13
Elvar Geir Magnússon
Félag Óla Kristjáns komið með bandaríska eigendur
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Esbjerg í Danmörku fékk nýja eigendur í síðustu viku þegar bandarískur fjárfestahópur keypti meirhlutann í félaginu.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg og hefur gert góða hluti með liðið sem er í öðru sæti B-deildarinnar, með jafnmörg stig og Viborg en lakari markatölu. Keppni í deildinni eftir vetrarfrí fer aftur af stað um helgina.

Andri Rúnar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason eru meðal leikmanna liðsins.

Jimmi Nagel Jacobsen, íþróttastjóri Esbjerg, segir við bold.dk að yfirtaka bandaríska hópsins sé mjög jákvæð fyrir félagið. Sami hópur á fleiri félög, meðal annars Barnsley í Championship-deildinni á Englandi

Hann segir að hugmyndir Bandaríkjamanna rími við markmið Esbjerg. Þeir vilji styrkja akademíu félagsins enn frekar og sjá til þess að liðið spili áhorfendavænan fótbolta sem fær fólk til að flykkjast á völlinn.

Stefnan er að festa liðið í sessi í efstu deild og þá segir hann að þetta styrki félagið í baráttunni um hæfileikaríkustu leikmenn Danmerkur.

Esbjerg á heimaleik gegn Vendsyssel á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner