Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool þarf að greiða Fulham fyrir Elliott
Harvey Elliott
Harvey Elliott
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur verið dæmt til að greiða Fulham allt að 4,3 milljónir punda fyrir enska vængmanninn Harvey Elliott.

Elliott gekk til liðs við Liverpool sumarið 2019 þegar hann var aðeins 16 ára gamall en Fulham kvarta yfir framferði Liverpool í málinu en Englandsmeistararnir greiddu ekki krónu fyrir leikmanninn.

Fulham var afar ósátt við að missa einn efnilegasta leikmann liðsins frá sér á frjálsri sölu og kærði málið en í gær var úrskurðað að Liverpool þyrfti að greiða Fulham allt að 4,3 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fulham fær 1,1 milljón pund í vasann en sú upphæð hækkar ef Elliott spilar ákveðið marga leiki fyrir Liverpool. Þá fær Fulham 500 þúsund pund þegar Elliott hefur skrifað undir tvo atvinnumannasamninga en hann hefur nú þegar skrifað undir einn.

Þá fær Fulham 20 prósent af næstu sölu á leikmanninum en Elliott hefur spilað 9 leiki og lagt upp 1 mark fyrir Liverpoool.
Athugasemdir
banner