Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Raul Jimenez má enn ekki æfa með snertingu
Raul Jimenez á æfingasvæði Wolves.
Raul Jimenez á æfingasvæði Wolves.
Mynd: Getty Images
Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez hjá Wolves er á góðum batavegi eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í nóvember þegar hann lenti í samstuði við David Luiz, varnarmann Arsenal.

Jimenez má enn ekki æfa með liðsfélögum sínum en hefur verið í einkaþjálfun á æfingasvæðinu. Hann hefur fengið leyfi til að taka næsta skref í æfingum sínum.

„Hann fær að setja meiri kraft í æfingar sínar en hann er enn að æfa einn. Hann má ekki æfa með snertingu," segir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves.

Jimenez hefur verið sárt saknað hjá Úlfunum en liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Mögulegt er að Jimenez þurfi að vera með höfuðbúnað, líkan þeim sem Petr Cech fyrrum markvörður Chelsea var með á sínum tíma, þegar hann snýr aftur.

„Það hefur ekki verið rætt. Vonandi þarf hann ekki að vera með svona höfuðbúnað," segir Nuno.
Athugasemdir
banner
banner