Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. febrúar 2021 22:22
Victor Pálsson
Salah hjá Liverpool í sex ár til viðbótar?
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah gæti spilað fyrir Liverpool í allt að sex ár til viðbótar að sögn Dejan Lovren sem er fyrrum leikmaður liðsins.

Lovren samdi við Zenit í Rússlandi í fyrra en hann og Salah eru bestu vinir og hafa verið í langan tíma.

Samkvæmt Lovren þá gæti Salah spilað lengi með Liverpool í viðbót en hann er oft orðaður við brottför.

„Ég er enn í miklu sambandi við Mo. Við erum bestu vinir og tölum um allt á milli himinns og jarðar," sagði Lovren.

„Mo er mjög tryggur, ekki bara fyrir Liverpool heldur fyrir stuðningsmennina og hann sjálfan. Hann sjálfur er hans helsti gagnrýnandi."

„Ég er ekki hissa á að hann sé að gera vel. Þegar þú skoðar hversu mörg mörk hann er með hann er að spila frábærlega þessa stundina."

„Mo er á besta aldri 28 ára gamall - kannski lítur hann út fyrir að vera aðeins eldri en hann er á hátindi ferilsins. Af hverju ekki að vera þarna í fjögur fimm eða sex ár til viðbótar?"
Athugasemdir
banner
banner