Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Zaha svekktur hjá Man Utd - Vængbakvörður eða framherji
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, kantmaður Crystal Palace, segir að Louis van Gaal hafi gert sér erfitt fyrir hjá Manchester United á sínum tíma. Zaha kom til Manchester United frá Crystal Palace árið 2013 en gekk illa á fyrsta tímabili hjá David Moyes og var því lánaður til Cardiff.

Þegar Zaha kom til baka um sumarið hafði Van Gaal tekið við stjórnartaumunum á Old Trafford.

„Þetta var eftir HM þar sem hann spilaði með Robin van Persie og Arjen Robben frammi. Hann gaf mér tvo möguleika. Annað hvort ertu vængbakvörður eða framherji. Ég hafði aldrei spilað þessar stöður áður. Það var eins og að það væri verið að leggja það upp að mér myndi mistakast."

„Þetta var eftir stjórnartíð David Moyes og ég var í rusli yfir því að ekkert gekk upp hjá mér. Þá fékk ég þau skilaboð að ég yrði að vera framherji eða vængbakvörður og ég gat hvorugt."


Zaha spilaði einungis fjóra leiki með Manchester United eftir þetta áður en hann fór aftur til Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner