Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 11. febrúar 2024 11:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eftir áhugaverða viku svaraði Aron með 90 mínútum og marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Jóhannsson leikmaður Vals hefur verið mikið í fréttum að undanförnu en hann er sagður ósáttur hjá Val.


Breiðablik bauð í hann í síðustu viku en Valur hafnaði tilboðinu. Talað hefur verið um ósætti milli hans og Arnars Grétarsonar þjálfara Vals.

Hann var hins vegar í byrjunarliðinu þegar Valur valtaði yfir ÍBV í Lengjubikarnum í gær en hann skoraði síðasta mark liðsins af sjö þegar skammt var til leiksloka.

Þessi 33 ára gamli sóknarsinnaði miðjumaður verður samningslaus eftir komandi tímabil svo félög geta farið að ræða við hann eftir um tvo mánuði.

Enginn frá Breiðabliki né Aron og Arnar hafa viljað tjá sig um málið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner