Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 11. febrúar 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nökkvi skoraði í jafntefli gegn New York
Mynd: St. Louis City
St. Louis City 2 - 2 New York Red Bulls
1-0 Njabulo Blom ('16)
1-1 Dante Vanzeir ('49)
2-1 Nökkvi Þeyr Þórisson ('75, víti)
2-2 Wikelman Carmona ('94, víti)

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum er St. Louis City spilaði æfingaleik við New York Red Bulls í nótt.

Nökkva var skipt inn af bekknum og tók hann forystuna fyrir St. Louis með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu.

Það reyndist þó ekki sigurmarkið, vegna þess að Wikelman Carmona jafnaði með vítaspyrnumarki í uppbótartíma og urðu lokatölur 2-2.

CF Montreal steinlá þá gegn Colorado Rapids, en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í hóp.

Þá var Dagur Dan Þórhallsson ekki í hóp hjá Orlando City gegn New England Revolution.
Athugasemdir
banner
banner
banner