Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Eigum að geta stjórnað leiknum betur
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Scott McTominay
Scott McTominay
Mynd: EPA
Diogo Dalot
Diogo Dalot
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var svona fyrir það mesta sáttur með frammistöðu liðsins í 2-1 sigrinum á Aston Villa, en telur að liðið hefði getað stjórnað leiknum betur.

United-liðið sýndi mikinn karakter í leiknum. Það komst yfir með marki Rasmus Höjlund en Douglas Luiz jafnaði þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Scott McTominay kom inn af bekknum og skoraði sigurmark United í leiknum og nældi þar með í þriðja deildarsigurinn í röð.

„Það voru margar sögur í þessum leik. Við byrjuðum vel, pressuðum frábærlega, en síðan eftir að við skorum lögðumst við alltof aftarlega. Við vörðumst sem lið en við verðum að vera ofar á vellinum því við gáfum of mikið frumkvæði,“ sagði Ten Hag.

„Varnarmennirnir okkar geta varist aftarlega. Þeir eru einbeittir en maður er alltaf brothættur á svona augnablikum. Horfum á hornin sem dæmi. Það er óþarfi og líka í skyndisóknum þar sem við tókum rangar ákvarðanir og gerðum þetta að tennisleik. Við eigum að geta stjórnað leiknum betur.“

„Þú verður alltaf að horfa í það hvernig leikurinn mun þróast þegar andstæðingurinn jafnar metin á heimavelli. Þetta kostaði þá mikla orku að ná í þetta mark og það gaf okkur svæði og náðum við að halda meira í boltann og skora frábært mark.“

Flestir bjuggust við að McTominay myndi yfirgefa United síðasta sumar en hann ákvað að berjast fyrir sæti sínu. Hann er alltaf klár í að spila og sá til þess að United færi heim með öll stigin eftir að hafa komið inn af bekknum.

„Hann er það [ofurvaramaður] en hann getur líka byrjað. Þú verður að hrósa leikmanni eins og Scott, sem er gott fordæmi fyrir marga leikmenn í dag. Það eru ekki margir leikmenn sem eru klárir í að berjast um hverja einustu mínútu á vellinum. Í dag sáum við annað dæmi. Hann er alltaf tilbúinn að koma inn á og breyta leikjum.“

Ten Hag hrósaði einnig Diogo Dalot, sem átti fyrirgjöfina í sigurmarkinu.

„Allir fá gagnrýni en hann er frábær leikmaður sem er að þróast vel áfram. Hann getur spilað svo margar stöður og er að bæta sig í fyrirgjöfunum. Hann getur einnig skorað og er að bæta varnarleik sinn. Ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner