Chelsea er búið að ganga frá kaupum á Dastan Satpaev, ungum framherja frá Kasakstan.
Satpaev er aðeins 16 ára gamall og gerir fimm ára samning við Chelsea, með möguleika á auka ári. Hann má þó ekki ganga til liðs við félagið fyrr en sumarið 2026, þegar hann verður búinn að eiga 18 ára afmæli.
Chelsea er sagt greiða um 4 milljónir evra til að kaupa Satpaev, sem er búinn að skora eitt mark og gefa eina stoðsendingu í fjórum leikjum í UEFA deild unglinga á tímabilinu.
Táningurinn, sem leikur fyrir U17 landslið Kasakstan, kemur til Chelsea úr röðum stórveldisins Kairat Almaty.
FC Kairat Almaty hefur staðfest samkomulagið við Chelsea.
Athugasemdir