Spáð er fimm stiga frosti í Helsinki í Finnlandi á fimmtudagskvöld, þegar fyrri leikur Víkings og Panathinaikos í Sambandsdeildinni fer fram.
Um er ræða skráðan heimaleik Víkings en vegna lélegra vallarmála á Íslandi verður spilað í Helsinki.
Leikið verður á heimavelli HJK Helsinki sem er gervigrasvöllur og tekur alls tíu þúsund manns. Kuldinn og gervigrasið ættu að hjálpa Víkingi að líkja eftir heimavallarumhverfi.
Um er ræða skráðan heimaleik Víkings en vegna lélegra vallarmála á Íslandi verður spilað í Helsinki.
Leikið verður á heimavelli HJK Helsinki sem er gervigrasvöllur og tekur alls tíu þúsund manns. Kuldinn og gervigrasið ættu að hjálpa Víkingi að líkja eftir heimavallarumhverfi.
Það verða innan við þúsund áhorfendur á leiknum. Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.
Þar greindi hann frá því að hvort félag um sig yrði með um 200-300 áhorfendur á leiknum. Talsvert færri kæmu frá Grikklandi en í fyrstu var búist við. Svo væri spurning hversu margir heimamenn myndu láta sjá sig en HJK hefði í fréttabréfi auglýst leikinn.
Hér gengur allt eins og í sögu! Pöntuðum Tý og lögðum honum fyrir framan hótelið, for good luck! Fer á reikninginn… @vikingurfc pic.twitter.com/S6IaDLG8Zn
— Sverrir Geirdal (@Sverdal) February 11, 2025
Athugasemdir