Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 12:15
Elvar Geir Magnússon
Fimm stiga frost á leik Víkings - Innan við þúsund áhorfendur
Bolt leikvangurinn í Helsinki.
Bolt leikvangurinn í Helsinki.
Mynd: Getty Images
Spáð er fimm stiga frosti í Helsinki í Finnlandi á fimmtudagskvöld, þegar fyrri leikur Víkings og Panathinaikos í Sambandsdeildinni fer fram.

Um er ræða skráðan heimaleik Víkings en vegna lélegra vallarmála á Íslandi verður spilað í Helsinki.

Leikið verður á heimavelli HJK Helsinki sem er gervigrasvöllur og tekur alls tíu þúsund manns. Kuldinn og gervigrasið ættu að hjálpa Víkingi að líkja eftir heimavallarumhverfi.

Það verða innan við þúsund áhorfendur á leiknum. Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.

Þar greindi hann frá því að hvort félag um sig yrði með um 200-300 áhorfendur á leiknum. Talsvert færri kæmu frá Grikklandi en í fyrstu var búist við. Svo væri spurning hversu margir heimamenn myndu láta sjá sig en HJK hefði í fréttabréfi auglýst leikinn.


Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner