Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 13:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölnir fundar með Þrótti Vogum í dag
Lengjudeildin
Gunnar Már Guðmundsson er þjálfari Þróttar Vogum.
Gunnar Már Guðmundsson er þjálfari Þróttar Vogum.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Fjölnir mun, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, funda seinna í dag með Þrótti Vogum en Fjölnir vonast til að Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Þróttara, verði næsti þjálfari Fjölnis.

Gunnar Már tók við sem þjálfari Þróttara fyrir síðasta tímabil, gerði eftirtektarverða hluti og stýrði liðinu í 3. sæti 2. deildar. Liðið var stigi á eftir Völsungi sem fór upp í Lengjudeildina.

Gunnar Már er kallaður 'Herra Fjölnir' og lék lengi með liðinu ásamt því að starfa við þjálfun hjá félaginu eftir að skórnir fóru á hilluna.

Fjölnir er sem stendur án þjálfara eftir að Úlfur Arnar Jökulsson var rekinn í gær.
Athugasemdir
banner