Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
HK sækir bandarískan framherja (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK
HK er búið að klófesta nýjan leikmann fyrir meistaraflokk kvenna sem kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum.

Loma McNeese er 22 ára framherji frá Bandaríkjunum sem kemur til HK frá New Mexico State háskólanum.

Loma var óstöðvandi í háskólaboltanum og er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu skólans. Árið 2023 skoraði hún 6 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 19 leikjum en í heildina skoraði hún 27 mörk og gaf 17 stoðsendingar í gegnum háskólanámið sitt.

„Loma McNeese er mjög sterkur framherji sem kemur með nýjar víddir inn í sóknarleik HK liðsins á komandi tímabili. Hún er tæknilega góð og líkamlega sterk. Hún getur spilað sem target center, en gæði hennar í teignum eru þess eðlis að hún er flottur alhliða framherji sem við bindum miklar vonir við," segir Pétur Rögnvaldsson, þjálfari meistaraflokks kvenna.

HK endaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, með 30 stig úr 18 umferðum, og leikur því aftur í deildinni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner