Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki
Einn umtalaðasti koss seinni ára.
Einn umtalaðasti koss seinni ára.
Mynd: Getty Images
Luis Rubiales.
Luis Rubiales.
Mynd: EPA
Réttarhöld eru í gangi yfir Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska fótboltasambandsins. Hann er sakaður um kynferðislega áreitni þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM sumarið 2023.

Í verðlaunaafhendingu eftir leikinn, þar sem Spánn tryggði sér heimsmeistaratitilinn, smellti Rubiales kossi á munn Hermoso, leikmanns spænska liðsins.

Hermoso var ekki sátt með kossinn og úr varð mikið fjölmiðlafár. Rubiales var að lokum neyddur til að segja af sér sem forseti sambandsins.

„Þetta var stórkostleg stund fyrir hana. Við vorum að þakka hvort öðru fyrir, svo tók hún fast utan um mjöðmina á mér. Ég spurði hana þá hvort ég mætti gefa henni koss og hún sagði já," sagði Rubiales fyrir dómi í dag.

Sérfræðingur í varalestri kallaður til
Hermoso segist aldrei hafa gefið leyfi fyrir kossinum og segir að þetta atvik hafi sett svartan blett á einn mesta gleðidag lífs síns.

Sérfræðingur í varalestri hefur staðfest að Rubiales hafi spurt Hermoso hvort hann mætti kyssa hana en ekki er hægt að sjá andlit Rubiales á upptökum og hverju hún hefur svarað.

Rubiales viðurkennir að hann hafi gert mistök og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið við hæfi einstaklings í sinni stöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner