Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 12:05
Elvar Geir Magnússon
„Skammast mín fyrir að vera að vinna í kringum fótbolta núna"
Giovanni Malago.
Giovanni Malago.
Mynd: Getty Images
Giovanni Malago, forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar, segist skammast sín fyrir að vera að vinna í kringum íþróttir á meðan veirufaraldurinn er í gangi.

„Það eru mikilvægari hlutir en fótbolti," segir Malago en keppni í ítölsku A-deildinni hefur verið hætt og ástandið í landinu er verulega alvarlegt.

Malago segir að fólk þurfi að venjast því að vera án íþrótta í einhvern tíma.

„Það er erfitt fyrir marga að venjast því að vera án íþrótta en það er aukaatriði í öllu því sem gengur á. Maður skammast sín nánast fyrir að vera að vinna í þessu. Það eru mikilvægari hlutir núna, stærri vandamál."

Malago er þreyttur á að svara spurningum varðandi hvað verði gert við ítölsku deildina.

„Ég vil ekki byrja að tala um deildina. Á sunnudag þurfti ég að hlaða símann þrisvar til að geta svarað öllum símhringingunum frá forsetum félaga. Við verðum að standa saman, það eru mikilvægari hlutir en fótbolti," segir Malago.
Athugasemdir
banner
banner