Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 11. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Alvarez ekki á förum - Mun framlengja við Man City
Mynd: EPA
Julian Alvarez, framherji Manchester City á Englandi, er að ganga frá framlengingu á nýjum samningi en þetta segir argentínski blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo.

Argentínumaðurinn kom til Manchester City frá River Plate á síðasta ári en sá var frábær á HM í Katar með Argentínu og hefur þá spilað feykivel þegar hann hefur fengið tækifæri hjá Man City.

Samkeppnin er mikil enda er enska félagið með einn og ef ekki besta framherja heims, Erling Braut Haaland, í sínum röðum.

Ensku blöðin skrifuðu um að Alvarez væri óánægður hjá Man City og að hann vildi komast frá félaginu í leit að meiri spiltíma en argentínski blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo heldur öðru fram.

Hann segir að Alvarez sé nálægt því að framlengja samning sinn til 2028 og kemur framherjinn þá til með að hækka verulega í launum.

Samningurinn sem hann gerði við Man City á síðasta ári gildir til 2027 og bætist því aðeins eitt ár við. Gert er ráð fyrir því að hann framlengi við félagið á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner