Í dag er síðasti dagurinn í keppnisbanni miðjumannsins Paul Pogba en hann féll á lyfjaprófi. Upphaflega var hann dæmdur í fjögurra ára bann en refsingin var milduð í 18 mánuði.
Þessi 31 árs fyrrum leikmaður Manchester United og Juventus er án félags og enn óvíst hvað hann mun taka sér fyrir hendur. Ítalska stórliðið rifti samningi við Pogba fyrir áramót.
Þessi 31 árs fyrrum leikmaður Manchester United og Juventus er án félags og enn óvíst hvað hann mun taka sér fyrir hendur. Ítalska stórliðið rifti samningi við Pogba fyrir áramót.
Ítalskir fjölmiðlar telja að bandaríska MLS-deildin eða hin umtalaða Sádi-arabíska deild séu líklegustu áfangastaðir hans.
Pogba hefur verið mikið í Miami og er sterklega orðaður við Inter Miami en David Beckham er einn af eigendum félagsins.
Pavel Nedved var nýlega ráðinn íþróttastjóri Al-Shabab í Sádi-Arabíu og gæti hugnast að fá Pogba í liðið.
Ef hann verður í Evrópuboltanum virðist Marseille eini möguleikinn en forráðamenn félagsins vilja ekki útiloka að samið verði við Pogba fyrir næsta tímabil.
Það eru þrjú ár síðan Pogba lék síðast heilan keppnisleik, þann 12. mars 2022 með Manchester United í 3-2 sigri gegn Tottenham á Old Trafford.
Athugasemdir