Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   sun 11. apríl 2021 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einstaklega slakt tímabil hjá Mourinho
Gengur ekki mikið upp hjá Portúgalanum.
Gengur ekki mikið upp hjá Portúgalanum.
Mynd: Getty Images
Tottenham tapaði sínum tíunda deildarleik á tímabilinu þegar liðið tapaði fyrir Manchester United í dag.

Jose Mourinho var að mæta sínum fyrrum lærisveinum en hann stýrði Man Utd í um tvö hálft ár, frá 2016 til 2018.

Þetta tímabil hefur ekki verið gott fyrir Mourinho en hann hefur aldrei áður á stjóraferli sínum tapað tíu deildarleikjum á einu tímabili. Aldrei áður.

Tottenham hefur líka tapað 18 stigum eftir að hafa tekið forystuna í leikjum á þessu tímabili. Aldrei hefur lið Mourinho í ensku úrvalsdeildinni tapað eins mörgum stigum úr sigurstöðu.

Mourinho er mjög sigursæll stjóri en það er spurning hvort hann sé einfaldlega bara búinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner