Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 11. apríl 2021 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ilicic hetja Atalanta - Andri og Emil spiluðu ekki
Atalanta og Roma unnu sína leiki í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Josip Ilicic var hetja Atalanta þegar hann skoraði af vítapunktinum í 3-2 sigri á Fiorentina. Duvan Zapata kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik en Dusan Vlahovic jafnaði fyrir Fiorentina með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Ilicic skoraði sigurmarkið af vítapunktinum stuttu eftir jöfnunarmark Vlahovic.

Með þessum sigri er Atalanta komið aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Það er góður staður að vera á. Fiorentina situr í 15. sæti.

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna í 1-0 tapi gegn Roma. Hinn 19 ára gamli Andri hefur komið við sögu í fimm leikjum í Serie A á þessu tímabili.

Roma er í sjöunda sæti, sjö stigum frá Atalanta í fjórða sæti. Bologna er í 11. sæti.

Fiorentina 2 - 3 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('13 )
0-2 Duvan Zapata ('40 )
1-2 Dusan Vlahovic ('57 )
2-2 Dusan Vlahovic ('66 )
2-3 Josip Ilicic ('70 , víti)

Roma 1 - 0 Bologna
1-0 Borja Mayoral ('44 )

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Darmian tryggði ellefta deildarsigurinn í röð
Ítalía: Sigrar hjá Juve, Napoli og Lazio

Emil kom ekki við sögu
Emil Hallfreðsson var ekki með Padova þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Gubbio í ítölsku C-deildinni. Padova er á toppnum í sínum riðli í C-deildinni og mun fara beint upp þeir enda þar.
Athugasemdir
banner
banner