Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 16:33
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Osasuna vann í Villarreal - Jafnt í Valencia
Goncalo Guedes lagði upp jöfnunarmark Valencia.
Goncalo Guedes lagði upp jöfnunarmark Valencia.
Mynd: Getty Images
Osasuna ætlar ekki að falla.
Osasuna ætlar ekki að falla.
Mynd: Getty Images
Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í fyrstu leikjum dagsins í spænska boltanum þar sem Real Sociedad og Villarreal mistókst að sigra.

Real Sociedad heimsótti Valencia og komst tveimur mörkum yfir fyrir leikhlé þökk sé mörkum frá Ander Guevara og Svíanum Alexander Isak. Mörkin komu skömmu eftir að Carlos Soler misnotaði vítaspyrnu fyrir heimamenn.

Daninn Daniel Wass minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og jafnaði Gabriel Paulista, fyrrum leikmaður Arsenal, leikinn á 73. mínútu.

Heimamenn þurftu að spila síðustu mínúturnar leikmanni færri eftir að Maxi Gomez fékk sitt annað gula spjald. Sociedad tókst þó ekki að gera sigurmarkið þrátt fyrir mikla yfirburði á lokakaflanum.

Sociedad er í harðri Evrópudeildarbaráttu við Real Betis og Villarreal á meðan Valencia er átta stigum frá fallsvæðinu.

Valencia 2 - 2 Real Sociedad
0-0 Carlos Soler ('30 , Misnotað víti)
0-1 Ander Guevara ('33 )
0-2 Aleksander Isak ('45 )
1-2 Daniel Wass ('60 , víti)
2-2 Gabriel Paulista ('73 )
Rautt spjald: Maxi Gomez, Valencia ('79)

Villarreal tapaði þá afar óvænt heimaleik gegn Osasuna. Heimamenn stjórnuðu fyrri hálfleiknum en síðari hálfleikur var talsvert jafnari þar sem bæði lið komust í góð færi.

Staðan var markalaust allt þar til á 64. mínútu, þegar þrjú mörk duttu inn á tíu mínútna kafla.

Jon Moncayola kom gestunum yfir á 64. mínútu en Villarreal tókst að jafna þökk sé sjálfsmarki. Skömmu síðar gerði Ante Budimir svo sigurmark Osasuna.

Villarreal er einu stigi á eftir Sociedad á meðan Osasuna er jafnt Valencia á stigum.

Villarreal 1 - 2 Osasuna
0-1 Jon Moncayola ('64 )
1-1 David Garcia ('70 , sjálfsmark)
1-2 Ante Budimir ('74 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner