Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vandræðalegt fyrir Son"
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: Getty Images
Það er hörkuleikur í gangi í London í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina. Staðan er jöfn á milli Tottenham og Manchester United.

Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í fyrri hálfleiknum. Edinson Cavani skoraði en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Það var metið sem svo að Scott McTominay hefði brotið á Son í aðdragandanum.

Hægt er að sjá hvers vegna markið var dæmt af með því að smella hérna. McTominay var á gulu spjaldi en fékk ekki seina gula spjaldið.

Stuðningsmenn Man Utd voru allt annað en sáttir með þetta.

Son lá í jörðinni eftir atvik en hann hefur verið nokkuð verið gagnrýndur fyrir það. „Vandræðalegt fyrir Son; fingur strýkur andlit hans og hann veltir sér um á vellinum í fimm mínútur," skrifaði fjölmiðlamaðurinn Sam Pilger á Twitter.

Roy Keane, fyrrum fyrirliða Man Utd, var þá ekki skemmt í myndveri Sky Sports.

„Dómarinn er undir pressu en þetta er röng ákvörðun," sagði Keane. McTominay var á gulu spjaldi en fékk ekki seinna gula spjaldið. Útskýringin sem er gefin fyrir brotinu er það að hreyfingin var ekki hluti af eðlilegri hlaupahreyfingu McTominay, þetta hafi verið kærulaust hjá Skotanum.

„Þetta er vandræðalegt. Þetta er ekki fótbolti lengur. Þetta er að eyðileggja leikinn okkar. Ég þekki ekki leikinn lengur. Ef þetta er brot, þá getum við bara farið heim núna. Þetta er fáránleg ákvörðun," sagði Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner