Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 11. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund reyndi að stela Samuel Lino
Mynd: EPA
Það eru næstum því liðin tvö ár síðan brasilíski vængbakvörðurinn Samuel Lino skipti frá portúgalska félaginu Gil Vicente til spænska stórveldisins Atlético Madrid.

Atlético lánaði Lino til Valencia og gerði hann frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili í spænsku deildinni. Þessi 24 ára gamli bakvörður var ekki lengi að vinna sér inn byrjunarliðssæti í varnarlínu Atletico eftir endurkomu sína til félagsins og hefur hann verið meðal bestu leikmanna liðsins á leiktíðinni.

Lino er búinn að spila 39 leiki á tímabilinu og er kominn með 8 mörk og 5 stoðsendingar.

Hann skoraði í 2-1 sigri Atletico gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Það reyndist sigurmark leiksins og hefur verið sárt fyrir stjórnendur Dortmund sem voru næstum búnir að stela Lino undan nefinu á Atletico á sínum tíma.

Atletico borgaði aðeins 6,5 milljónir evra fyrir Lino en Dortmund bauð 15 milljónir í tilraun til að stela honum. Það var þó búið að samþykkja kauptilboðið frá Atletico og var Lino staðráðinn í að flytja til Madrídar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner