Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 11. maí 2021 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Alfreð Elías: Ótrúlega skemmtilegt lið í making
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega lukkulegur með þennan sigur, við áttum sennilega einn af verstu leikjum míns þjálfaraferils hér í fyrra. Við Óttar vorum duglir að minna á að það þarf dugnað og orku til að spila gegn Þór/KA," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Þór/KA í Boganum.

Selfoss leiddi 1-0 í leikhléi með marki frá Brennu Lovera og í seinni hálfleik skoraði Caity Heap annað mark liðsins.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Lið Selfoss kom til Akureyrar í gærkvöldi og var Alfreð spurður út í hugsunina á bakvið þá ákvörðun.

„Þetta blessaða covid hefur ekki verið að þjappa okkur vel saman, við höfum þurft að sleppa því að fara erlendis og annað slíkt. Þannig ég ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð og koma hópnum saman, hafa gaman og það verður ennþá skemmtilegra á leiðinni til baka með þrjú stig í poka."

Hver var lykillinn að sigrinum?

„Í dag ætluðum við að hlaupa meira, alveg eins og við gerðum í Keflavík. Við vitum að við erum lið sem er fullt af gæðum. Ef Hólmfríður er ekki að skora eða leggja upp þá tekur Brenna við eða Caity. Eva Núra og Þóra eru svo frábærar á miðjunni. Það eru margir einstaklingar sem geta tekið þetta upp á sitt einsdæmi og ótrúlega skemmtilegt lið sem við erum með í making eins og þeir segja."

Hver er hugmyndin með að fá erlenda leikmenn eins og Caity og Brennu inn í hópinn? Er þetta rétta blandan sem þú ert kominn með þarna?

„Eftir tvo leiki já, þá er þetta rétta blandan. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að þegar þú ert að fá erlenda leikmenn inn, þetta eru atvinnumenn, þeir eiga að gefa meira frá sér heldur en bara þrjú stig. Þeir eiga að gefa til yngri leikmanna hvernig þú átt að hugsa um þig, hvernig þú átt að spila fótbolta á æfingum. Einnig hvernig á að vera tilbúinn og klár í verkefnið. Við erum ánægðir að þær séu mjög professional í því fyrir utan að vera mjög góðar í fótbolta og henta okkur alveg ágætlega."

Alfreð var spurður út í köllin frá bekkjunum, slíkt heyrist vel inni í Boga.

„Ég var mjög ánægður með leikinn og hvernig hann var dæmdur. Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn. Ég var ekkert að segja neitt við Andra, Andri lifir sig alveg eins inn í þetta. Við viljum báðir vinna," sagði Alfreð.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner