Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 11. maí 2021 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Alfreð Elías: Ótrúlega skemmtilegt lið í making
Kvenaboltinn
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega lukkulegur með þennan sigur, við áttum sennilega einn af verstu leikjum míns þjálfaraferils hér í fyrra. Við Óttar vorum duglir að minna á að það þarf dugnað og orku til að spila gegn Þór/KA," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Þór/KA í Boganum.

Selfoss leiddi 1-0 í leikhléi með marki frá Brennu Lovera og í seinni hálfleik skoraði Caity Heap annað mark liðsins.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Lið Selfoss kom til Akureyrar í gærkvöldi og var Alfreð spurður út í hugsunina á bakvið þá ákvörðun.

„Þetta blessaða covid hefur ekki verið að þjappa okkur vel saman, við höfum þurft að sleppa því að fara erlendis og annað slíkt. Þannig ég ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð og koma hópnum saman, hafa gaman og það verður ennþá skemmtilegra á leiðinni til baka með þrjú stig í poka."

Hver var lykillinn að sigrinum?

„Í dag ætluðum við að hlaupa meira, alveg eins og við gerðum í Keflavík. Við vitum að við erum lið sem er fullt af gæðum. Ef Hólmfríður er ekki að skora eða leggja upp þá tekur Brenna við eða Caity. Eva Núra og Þóra eru svo frábærar á miðjunni. Það eru margir einstaklingar sem geta tekið þetta upp á sitt einsdæmi og ótrúlega skemmtilegt lið sem við erum með í making eins og þeir segja."

Hver er hugmyndin með að fá erlenda leikmenn eins og Caity og Brennu inn í hópinn? Er þetta rétta blandan sem þú ert kominn með þarna?

„Eftir tvo leiki já, þá er þetta rétta blandan. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að þegar þú ert að fá erlenda leikmenn inn, þetta eru atvinnumenn, þeir eiga að gefa meira frá sér heldur en bara þrjú stig. Þeir eiga að gefa til yngri leikmanna hvernig þú átt að hugsa um þig, hvernig þú átt að spila fótbolta á æfingum. Einnig hvernig á að vera tilbúinn og klár í verkefnið. Við erum ánægðir að þær séu mjög professional í því fyrir utan að vera mjög góðar í fótbolta og henta okkur alveg ágætlega."

Alfreð var spurður út í köllin frá bekkjunum, slíkt heyrist vel inni í Boga.

„Ég var mjög ánægður með leikinn og hvernig hann var dæmdur. Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn. Ég var ekkert að segja neitt við Andra, Andri lifir sig alveg eins inn í þetta. Við viljum báðir vinna," sagði Alfreð.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner