Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 11. maí 2021 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Alfreð Elías: Ótrúlega skemmtilegt lið í making
Kvenaboltinn
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega lukkulegur með þennan sigur, við áttum sennilega einn af verstu leikjum míns þjálfaraferils hér í fyrra. Við Óttar vorum duglir að minna á að það þarf dugnað og orku til að spila gegn Þór/KA," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Þór/KA í Boganum.

Selfoss leiddi 1-0 í leikhléi með marki frá Brennu Lovera og í seinni hálfleik skoraði Caity Heap annað mark liðsins.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Lið Selfoss kom til Akureyrar í gærkvöldi og var Alfreð spurður út í hugsunina á bakvið þá ákvörðun.

„Þetta blessaða covid hefur ekki verið að þjappa okkur vel saman, við höfum þurft að sleppa því að fara erlendis og annað slíkt. Þannig ég ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð og koma hópnum saman, hafa gaman og það verður ennþá skemmtilegra á leiðinni til baka með þrjú stig í poka."

Hver var lykillinn að sigrinum?

„Í dag ætluðum við að hlaupa meira, alveg eins og við gerðum í Keflavík. Við vitum að við erum lið sem er fullt af gæðum. Ef Hólmfríður er ekki að skora eða leggja upp þá tekur Brenna við eða Caity. Eva Núra og Þóra eru svo frábærar á miðjunni. Það eru margir einstaklingar sem geta tekið þetta upp á sitt einsdæmi og ótrúlega skemmtilegt lið sem við erum með í making eins og þeir segja."

Hver er hugmyndin með að fá erlenda leikmenn eins og Caity og Brennu inn í hópinn? Er þetta rétta blandan sem þú ert kominn með þarna?

„Eftir tvo leiki já, þá er þetta rétta blandan. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að þegar þú ert að fá erlenda leikmenn inn, þetta eru atvinnumenn, þeir eiga að gefa meira frá sér heldur en bara þrjú stig. Þeir eiga að gefa til yngri leikmanna hvernig þú átt að hugsa um þig, hvernig þú átt að spila fótbolta á æfingum. Einnig hvernig á að vera tilbúinn og klár í verkefnið. Við erum ánægðir að þær séu mjög professional í því fyrir utan að vera mjög góðar í fótbolta og henta okkur alveg ágætlega."

Alfreð var spurður út í köllin frá bekkjunum, slíkt heyrist vel inni í Boga.

„Ég var mjög ánægður með leikinn og hvernig hann var dæmdur. Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn. Ég var ekkert að segja neitt við Andra, Andri lifir sig alveg eins inn í þetta. Við viljum báðir vinna," sagði Alfreð.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner