Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 11. maí 2021 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Keflavík fær miðjumann frá Chicago Red Stars
Mynd: Aerial Chavarin Twitter
Keflavík er búið að tryggja sér bandaríska miðjumanninn Aerial Chavarin.

Aerial er markheppinn miðjumaður sem raðaði inn mörkunum fyrir háskólalið Yale frá 2016 til 2019.

Hún gekk í raðir Chicago Red Stars í fyrra og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í efstu deild 12. september.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig Aerial tekst að fóta sig í íslenska boltanum en Keflavík hefur ekki farið sérlega vel af stað í Pepsi Max-deildinni. Liðið er með eitt stig og hefur ekki tekist að skora í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins.

Keflavík á eftir að staðfesta félagaskiptin en þau eru komin í gegn á vefsíðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner